31.3.2009 | 23:08
Landsfundur Samfylkingarinnar 27.- 29.mars
Guðbjartur var einn þingforseta, í stjórn málefnahóps um velferð og tók þátt í pallborðsumræðum.
Landsfundur Samfylkingarinnar var haldinn í Smáranum sl. helgi og var einn sá fjölmennasti frá upphafi. Þar ríkti gleði og góður andi sem náði hámarki þegar Jóhanna Sigurðardóttir og Dagur B. Eggertsson tóku við nýjum hlutverkum sínum í stjórn flokksins. Jóhanna kom því vel til skila að hún væri enginn bráðabirgðaformaður eins og pólitískir andstæðingar hafa verið að gaspra um. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fráfarandi formaður flokksins kvaddi að sinni en vonandi aðeins um stundarsakir.
Þrátt fyrir að skiptar skoðanir væru um ýmsar samþykktir, var ekki annað að sjá en lýðræðið virkaði vel.
Evrópumálin voru umfangsmikil og ánægjulegt að Samfylkingin tók það skref að lýsa yfir stuðningi við inngöngu Íslands í Evrópusambandið.
Eldri færslur
Bloggvinir
Tenglar
Mínir tenglar
- Skessuhorn fréttir af Vesturlandi
- Bæjarins Bestu fréttir af vestan
- Húnahornið fréttir úr Húnavatnssýslu
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.