Leita í fréttum mbl.is

Félagshyggjuverðlaun Ungra Jafnaðarmanna

 

Félagshyggjuverðlaun Ungra Jafnaðarmanna, ungliðahreyfingar Samfylkingarinnar, voru veitt í föstudaginn 18.04. Í ár voru það Akranesdeild Rauðakrossins og Guðrún Jónsdóttir talskona Stígamóta sem heiðruð voru fyrir óeigingjarnt starf í þágu þeirra sem minna mega sín á erfiðum tímum.

 

-Akranesdeild Rauða krossins.

Fyrir störf í þágu flóttafólks og innflytjenda.  Í september 2008 komu 29 flóttamenn, 8 konur og 21 barn, til Íslands frá flóttamannabúðunum Al Waleed í Írak. Rauði Kross Akraness tók á móti fólkinu og bjó í haginn fyrir það í nýjum heimkynnum.  Auk þess hafa samtökin staðið að ýmiss konar fræðslu og starfi fyrir innflytjendur.  Þannig hefur Akranesdeild Rauða krossins gert hópum fólks kleift að hefja nýtt líf á öruggum stað. Auk þess hefur starf hennar varpað ljósi á þær erfiðu aðstæður sem fólk um víða veröld býr við og stuðlað að því að íslenskt samfélag verði fjölbreytilegra og auðugra.

 

-Guðrún Jónsdóttir

Fyrir störf hjá Stígamótum.  Guðrún hefur um árabil barist gegn kynferðisofbeldi og hlúð að þeim sem fyrir því verða.  Hún hefur verið í fararbroddi þeirra sem vekja athygli á og sporna gegn slíku ofbeldi og tekið þátt í alþjóðlegu samstarfi fyrir hönd Íslands. Þannig hefur Guðrún hjálpað fjölda fólks og vakið athygli á ofbeldi og grófu misrétti sem lengi fór hljótt.

 

Það er mikilvægur þáttur í starfsemi Ungra Jafnaðarmanna vera einskonar samfélagsleg broddfluga sem bendir óþreytandi á það sem betur má fara. Hitt er þó einnig mikilvægt að sjá það sem vel er gert, hrósa því og hvetja þá aðila sem að slíkum verkum standa til frekari dáða. Ungir Jafnaðarmenn óska Akranesdeild Rauðakrossins og Guðrúnu Jónsdóttir til hamingju með verðlaunin og biðja þeim gæfu á komandi tímum.

 

Ég sendi jafnframt mínar bestu hamingjuóskir og þakklæti til þessa ágæta fólks fyrir óeigingjarnt starf í þágu mannúðar og jafnréttis.

myndir í myndaalbúmi merktar UJ


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjartur Hannesson
Guðbjartur Hannesson

Nú er tækifæri til að breyta og bæta

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband