23.2.2009 | 16:00
Vil áfram leiða lista Samfylkingarinnar í NV kjördæmi
Ég vil nýta áfram reynslu mína af fyrri störfum og af mínum fyrstu árum á Alþingi í þágu almennings í kjördæminu og landinu öllu. Baráttan snýst um nýtt og betra samfélag, almannahag, samábyrgð, jafnrétti og aukin áhrif almennings, aukið lýðræði og réttlæti. Samfylkingin hefur frá stofnun staðið fyrir þessi grunngildi.
Styrkja þarf velferðarkerfið, tryggja öfluga menntun og gott heilbrigðiskerfi, þar sem aðgengi er óháð efnahag og búsetu. Endurreisa þarf fjármála- og atvinnulífið með nýjum reglum og bættu siðferði, tryggja í stjórnarskrá að auðlindir verði ávallt í þjóðareigu og sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda. Tryggja þarf fjölskyldum, einstaklingum og fyrirtækjum efnahagslegan stöðugleika, afnema verðtryggingu og lækka vexti með inngöngu í Evrópusambandið og upptöku Evru. Þetta verði þó aðeins gert ef ásættanlegir samningar nást um aðild og ekki hvað síst um sjávarútvegs- og landbúnaðarmál. Aðild að Evrópusambandinu verði á valdi þjóðarinnar að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.
Ég vil leggja áherslu á jafnræði á milli ólíkra hópa í samfélaginu og á milli landsvæða. Efla þarf atvinnulíf á landsbyggðinni. Styrkja þarf sveitarfélög til að taka við nýju verkefnum s.s. málefnum fatlaðra, heilsugæslu og málefnum aldraðra. Auka þarf enn frekar tækifæri til framhaldsmenntunar í héraði, styrkja háskólanám og efla sí- og endurmenntun á svæðinu.
Eldri færslur
Bloggvinir
Tenglar
Mínir tenglar
- Skessuhorn fréttir af Vesturlandi
- Bæjarins Bestu fréttir af vestan
- Húnahornið fréttir úr Húnavatnssýslu
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.