Leita í fréttum mbl.is

Kveðja til Karls V. Matthíassonar


Mér barst tilkynning frá Karli um úrsögn hans úr Samfylkingunni og innritun í Frjálslynda flokkinn með hóp pósti en fyrst með tilkynningu á Alþingi.  Þessi ákvörðun hans kom mér á óvart, enda vann hann hetjulega annað sæti í prófkjöri fyrir tveimur árum og máttu þá aðrir víkja fyrir honum og létu þar við sitja en nú var hann fórnardýr prófkjörs og unir því ekki.  Það kom mér á óvart.  Prófkjörið snérist ekki gegn Karli, en með öðrum, en fyrir mér er mikill munur á þessu tvennu.  Ég hef hvergi beitt mér gegn Karli og raunar ekki hitt neinn sem gerði það.  Almennt er vel talað um hann,  góður vinur og félagi, en greinilega telja félagar í Samfylkingunni, sem tóku þátt í prófkjörinu, aðra betri til að bera fram stefnu flokksins í NV-kjördæmi.

Karl velur að tilgreina sem ástæðu úrsagnar úr Samfylkingunni að málefnum sem hann standi fyrir hafi þar með verið hafnað.
Hann skrifar eftirfarandi í fréttatilkynningu 13. mars s.l.:


„Ég hef ákveðið að ganga til liðs við Frjálslynda flokkinn.

Ákvörðun þessi helgast af því að skoðanir mínar og hugsjónir um sjávarútvegsmál á Íslandi eiga ríkan hljómgrunn í Frjálslynda flokknum.“ ...

... „Ein meginástæða þess að ég hóf opinbera þátttöku í stjórnmálum er löngun mín til þess að sjá fiskveiðistjórnunarkerfinu breytt því það er að mínu mínu mati ranglátti og felur í sér mikla mismunun.  Jafnframt er ég  þeirrar skoðunar að fyrirkomulag þessa kerfis eigi stóran þátt í þeim vanda sem þjóðin glímir nú við. Eitt  mikilvægasta verkefni í endurreisn landsins er að breyta fiskveiðistjórnunarkerfinu á þann veg að arður þessarar auðlindar komi þjóðinni betur til góða en nú er og skapi um leið fleiri atvinnutækifæri.“


Það er leitt að Karl upplifi að prófkjörið hafi snúist um afstöðu hans til sjávarútvegsstefnu Samfylkingarinnar en hann lætur um leið í veðri vaka að enginn annar í Samfylkingunni hafi borið stefnuna fram né geti gert það.  Hið rétta er að sjávarútvegsmálin hafa verið í höndum Karls, ég hef t.d. vikið í umræðunni til að gefa honum meira svigrúm og athygli og tekið undir með með honum í flestum atriðum.  Karl leiddi málaflokkinn sem varaformaður í sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd og um leið sem formaður málefnahóps Samfylkingarinnar um sömu mál.  Ég vissi ekki annað en að sátt væri um sjávarútvegsstefnuna sem Karl hefur m.a. stutt.  Samfylkingin ein fárra flokka hefur haft heilsteypta stefnu í málaflokknum, m.a.  byggða á tillögum okkar ágæta félaga Jóhanns Ársælssonar.  Ég veit ekki til að stefnu flokksins hafi verið breytt.
Tillögur eða tillöguleysi Samfylkingarinnar í þessum málaflokki eru fyrst og fremst á ábyrgð Karls og varla sanngjarnt að kenna öðrum um, þar sem hann átti að vera talsmaður okkar. Hagsmunir íbúa Norðvesturkjördæmis, bæði til sjós og lands, munu áfram verða leiðarljós Samfylkingarinnar í kjördæminu og af meiri krafti en nokkru sinni og þar með baráttan fyrir réttlátu fiskveiðistjórnunarkerfi.

Hver og einn á val í lífi sínu og velur það sem samviskan bíður og það sem hann telur best fyrir sig,  fjölskyldu sína og hugsjónir sínar.  Karl V. Matthíasson hefur valið og ég virði það og óska honum alls hins besta á nýjum vettvangi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjartur Hannesson
Guðbjartur Hannesson

Nú er tækifæri til að breyta og bæta

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband