Leita í fréttum mbl.is

Arabísk matargerð

Fimmtudaginn 12. mars fór ég ásamt fleira góðu fólki og lærði að elda arabískan mat í Rauða krossi Íslands Akranesdeild. Kennarinn var  Wafaa frá Palestínu.

Hér eru uppskriftirnar: 

Hummus

1 dós niðursoðnar kjúklingabaunir

3 msk. Thainismjör

1 hvítlauksrif

Salt á hnífsoddi

Allt sett í matvinnsluvél og hrært vel saman.  Að lokum er hummusnum smurt á disk, smá ólífuolíu skvett yfir og ólífur settar út í til skrauts. Borið fram með góðu brauði. 

 

Arabísk kartöflumús

½ kíló af kartöflum soðnar í potti. Að því loknu eru kartöflurnar settar í kalt vatn og flysjaðar. Síðan settar í matvinnsluvél. 1 búnti af myntu bætt út í ásamt 4 rifjum af hvítlauk. Mixað í matvinnsluvél  í u.þ.b. 5 mínútur.Sett á disk, smá ólfíuolíu slett yfir til skreytingar og borið fram. 

 

Falafel

500 gr. Kjúklingabaunir (lagðar í bleyti í 24 stundir).

1 laukur

4 hvítlauksrif

1 matskeið cummin

1 matskeið Arabískar nætur

2 búnt steinselja

Salt eftir smekk

2 matskeiðar matarsódi

Kjúklingabaunirnar eru hakkaðar x2 í hakkavél. Allt hráefnið látið fara í gegnum hakkavélina. Kryddi og matarsóda bætt út í og hnoðað saman þar til orðið mátulega fast í sér. Sett í plastpoka og látið bíða í 15 mínútur. Athugið að ef ætlunin er að geyma deigið og steikja seinna er matarsódinn ekki settur út í fyrr en rétt fyrir steikingu.Þegar deigið er tilbúið eru búnir til úr því litlir klattar og þeir djúpsteiktir á pönnu.  Borði fram með góðu brauði og sósu eftir smekk (t.d. Gunnars Sinneps- eða Mangó- og karrýsósu). 

 

Kebab

500 gr. Kjöthakk (kinda/nauta/svína)

1 laukur, saxaður smátt

¾ matskeið karrý

1 teskeið hvítlaukspipar

1 teskeið Arabískar nætur

1 búnt steinselja

Salt eftir smekk

1 bolli hveiti

Vatn

 

 Hvítlauks/myntusósa

1 bolli AB mjólk

1 - 2 hvítlauksrif

1 - 2 matskeiðar mynta

 Öllu hnoðað saman í skál þar til deigið er orðið mátulega þétt. Sett í plastpoka og látið bíða í 40 - 60 mínútur. Djúpsteikt á pönnu. Borið fram  með Hvítlauks/myntusósunni og góðu brauði. 

 

Addish - linsubaunasúpa sem mikið er borðuð í Ramadan mánuði 

500 gr. Rauðar linsubaunir

1 pakki núðlusúpa

1 laukur

Salt

Skvetta af ólífuolíu

Skvetta af sítrónusafa

Linsubaunirnar eru settar í pott og vatni bætt út í - athugið að vatnið á að fljóta rétt fingurbreidd yfir baunirnar. Suðan látin koma upp við vægan hita. Hafið pottinn lokaðan og láti malla þar til vatnið hefur gufað upp. Þá er bætt út í u.þ.b tveimur bollum af sjóðandi vatni. Salti, núðlum (a.t.h að nota ekki kryddið sem fylgir með í pakkanum), olífuolíu og sítrónusafa bætt út í. Laukurinn saxaður smátt og brúnaður á pönnu. Síðan bætt út í súpuna. Látið malla í 15 mínútur. Borið fram með góðu brauði

 

2665_1036039506627_1394640420_30121085_7003370_s2665_1036039666631_1394640420_30121088_7627388_s2665_1036039786634_1394640420_30121091_7318735_s2665_1036039866636_1394640420_30121092_6893273_s


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjartur Hannesson
Guðbjartur Hannesson

Nú er tækifæri til að breyta og bæta

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband